Við boðum til opins kynningarfundar þar sem farið verður yfir fyrirhugaða færslu á Ísallínunum og aðrar framkvæmdir á vegum fyrirtækisins í Hafnarfirði.
Fundurinn er hluti af umhverfismatsferli verkefnisins og gefur íbúum, fyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að kynna sér málið nánar og koma á framfæri athugasemdum og ábendingum.
Á fundinum verður farið yfir:
- Hvers vegna þörf er á að færa línurnar.
- Mögulegar útfærslur og legur þeirra.
- Áhrif framkvæmdanna á nærumhverfi, landslag og samfélag.
- Framkvæmdatímaáætlun og næstu skref í ferlinu.
Fundurinn verður haldinn í
Íþróttamiðstöð Hauka, Ásvöllum,
miðvikudaginn 20. ágúst kl. 17.
Við hvetjum íbúa og aðra áhugasama til að mæta, kynna sér málið og taka þátt í umræðunni.