Jarðhræringar á Reykjanesi undanfarið hafa vakið upp umræðu um öryggi raforkuflutnings á svæðinu. Eins og staðan er í dag er ein 132 kV raflína, Suðurnesjalína 1, sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum. Á Reykjanesi eru eingöngu gufuaflsvirkjanir sem eru viðkvæmari fyrir álagsbreytingum en vatnsaflsvirkjanir.
Tekist hefur að reka Suðurnesin í eyju, þegar Suðurnesjalína 1 er tekin úr rekstri vegna viðhalds, í stýrðu ferli þar sem framleiðsla og notkun raforku á svæðinu eru jöfnuð en slíkur eyjarekstur er viðkvæmur fyrir kerfishruni þegar fyrirvaralaus bilun á sér stað. Slíkir atburðir í tengivirkjum eða á línunni hefur nær undantekningalaust valdið straumleysi á Suðurnesjum.Við hjá Landsneti höfum í mörg ár talað fyrir mikilvægi þess að bæta afhendingaröryggi raforku á Suðurnesjum og auka flutningsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja með byggingu Suðurnesjalínu 2 og er það verkefni í forgang hjá okkur og hluti af innviðaruppbyggingu ríkisstjórnarinnar.
Undanfarin ár hefur Landsnet unnið að lausnum með viðskipatvinum á svæðinu sem ganga út á áðurnefnda álagsjöfnun til að tryggja öruggari rekstur á svæðinu þar til Suðurnesjalína 2 verður tekin í notkun.
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um Suðurnesjalínu 2.