Bilun virðist vera á Prestbakkalínu 1 milli Prestbakka og Hóla. Eftir línan var rofin frá Sigöldulínu 4 á Prestbakka var hægt að spennusetja Sigöldulínu 4 frá Sigöldu og í áframhaldi var unnt að afhenda rafmagn í Vestur Skaftafellssýslu út frá Prestbakka.
Þá var Mjólkárlína 1, milli Geiradals og Mjólkárvirkjunar, tekin úr rekstri kl. 20:32 í kvöld til að auka afhendingaröryggi rafmagns á sunnanverðum Vestfjörðum. Þar með er Mjólká frátengd meginflutningskerfinu og fá sunnaverðir Vestfirðir rafmagn frá Mjólkárvirkjun. Nokkru fyrr var einnig Breiðadalslína 1, milli Mjólkárvirkjunar og Breiðadals við Önundarfjörð, tekin úr rekstri til að auka afhendingaröryggi rafmagns á norðanverðum Vestfjörðum. Norðanverðir Vestfirðir fá nú rafmagn frá vararafstöð í Bolungarvík.Aftur komið rafmagn í Vestur Skaftafellssýslu og Vestfirðir frátengdir meginflutningskerfinu
07.12.2015
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR