Hagnaður Landsnets ríflega 1,2 milljarðar króna fyrstu sex mánuði ársins


07.08.2014

Framkvæmd

Hagnaður Landsnets fyrstu sex mánuði ársins nam 1.231 mkr. samanborið við 1.488 mkr. hagnað fyrir sama tímabil árið 2013.

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 4.446 mkr. samanborið 4.850 mkr. á sama tímabili fyrra árs og lækkar um 404 mkr. á milli ára. Hrein fjármagnsgjöld námu samtals 1.565 mkr. á tímabilinu en voru 1.762 mkr. á sama tímabili ársins 2013. Hrein fjármagnsgjöld lækka því um 197 mkr. á tímabilinu janúar-júní 2014 í samanburði við sama tímabil 2013.

Eiginfjárhlutfall Landsnets í lok júní var 21,4% samanborið við 19,9% í lok ársins 2013. Eigið fé í lok tímabilsins nam 16.678 mkr. samanborið við 15.446 í lok árs 2013. Heildareignir félagsins í lok júní námu 78.076 mkr. samanborið við 77.608 mkr. í lok árs 2013. Heildarskuldir námu 61.398 mkr. samanborið við 62.162 mkr. í lok árs 2013.

Lausafjárstaða félagsins er sterk, í lok júní nam handbært fé 8.718 mkr. Handbært fé frá rekstri fyrstu 6 mánuði ársins nam 1.612 mkr.

Árshlutareikningur Landsnets hf. var samþykktur á fundi stjórnar 7. ágúst 2014
Aftur í allar fréttir