Ásmundur Bjarnason ráðinn til Landsnets


13.02.2018

Framkvæmd

Landsnet hefur ráðið Ásmund Bjarnason í starf forstöðumanns upplýsingatækni þar sem hann mun stýra uppbyggingu og þróun á upplýsingakerfum Landsnets.

Ásmundur er menntaður rekstrarverkfræðingur M.Sc. frá Álaborgarháskóla og tölvunarverkfræðingur frá HÍ. Hann hefur undanfarið ár starfað við upplýsingatækniráðgjöf hjá KPMG á Íslandi og þar á undan var hann forstöðumaður upplýsingatækni hjá Sjóvá.

„Framundan er spennandi tími og ég er fullur tilhlökkunar. Hjá Landsneti starfar öflugur hópur af fólki sem ég hlakka til að vinna með að þeim fjölbreyttu verkefnum sem ekki síst snúa að því að tryggja gæði og öryggi upplýsingatækni- og fjarskiptakerfa Landsnets til framtíðar.“  segir Ásmundur.

Aftur í allar fréttir