Aukið gagnsæi og meiri gæði - skrifað undir rammasamninga um verkfræðiráðgjöf


21.11.2019

Framkvæmd

Í morgun skrifaði Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets undir rammasamninga við sjö verkfræðistofur um verkfræðiráðgjöf.

Samningarnir sem skrifað var undir við Eflu, Hnit, Mannvit, Verkís, VSÓ, Nordconsult og Verkfræðistofu Reykjavíkur snúa að kaupum á þjónustu ráðgjafa vegna verkhönnunar, útboðshönnunar og verkeftirlits nýframkvæmda og endurnýjunar á flutningsmannvirkjum. Innkaupin fara annaðhvort fram sem bein innkaup eða samkvæmt einföldum útboðum innan rammasamningsins.

Guðmundur Ingi segir að samningarnir séu gerðir í kjölfar útboðs vegna innkaupa á ráðgjöf fyrir Landsnet.

  „Við fórum í forval og í framhaldinu var gerður rammasamningur við alla þá aðila sem uppfylltu þær körfur sem við settum fram.  Markmiðið með útboðinu var að auka gæði á þjónustu ráðgjafar, einfalda innkaupaferlið, auka gagnsæi og lágmarka kostnað og ekki síst að stuðla að samkeppni“ segir Guðmundur.

Ljósmynd: 
Fulltrúar frá Landsneti, Eflu, Hnit, Mannvit, Verkís og Nordconsult.

Aftur í allar fréttir