Breyting á gjaldskrá vegna flutningstapa


04.10.2019

Framkvæmd

Þann 1. október var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa.

Nú liggur fyrir kostnaður við útboð á flutningstöpum fyrir fjórða ársfjórðung 2019 og verður gjald vegna flutningstapa fyrir þann ársfjórðung 91,44 kr. á MWst. Gjald vegna flutningstapa fyrir þriðja ársfjórðung var 79,34 kr. á MWst. Flutningstöp eru boðin út á þriggja mánaða fresti og endurspeglar innkaupsverð okkar gjaldskrá vegna flutningstapa hverju sinni. Nauðsynlegt er að breyta gjaldskrá vegna flutningstapa frá 1. október til að endurspegla rétt virði. Aðrir gjaldskrárliðir, en þeir sem eru nefndir hér að ofan, munu haldast óbreyttir.

Hér er hægt að nálgast gjaldskránna.

Aftur í allar fréttir