Þann 1. apríl var gerð breyting á gjaldskrá Landsnets vegna flutningstapa.
FlutningstöpNú liggur fyrir kostnaður við útboð á flutningstöpum fyrir annan ársfjórðung 2021 og mun gjald vegna flutningstapa verða 84,96 kr. á MWst. Gjaldið fyrir fyrsta ársfjórðung var 94,15 kr. á MWst.
Flutningstöp eru boðin út á þriggja mánaða fresti og endurspeglar innkaupsverð okkar gjaldskrá vegna flutningstapa hverju sinni. Innkaupsverð okkar á flutningstöpum er mismunandi milli ársfjórðunga þar sem raforkuverð sveiflast eftir árstíðum.
Aðrir gjaldskrárliðir, en þeir sem eru nefndir hér að ofan, munu haldast óbreyttir.
Hér er tengill í frekari upplýsingar um gjaldskrár Landsnets ásamt gjaldskránni.
Hér er tengill í frekari upplýsingar varðandi útboð á flutningstöpum.