Breytingar á gjaldskrá


04.01.2026

Framkvæmd

Breytingar urðu á flutningsgjaldskrá vegna afhendingar til dreifiveitna og stórnotenda um áramót, þar sem gjaldskrá stórnotenda lækkaði um 14% og gjaldskrá til dreifiveitna lækkaði um 8,5%

Það er í samræmi við áður tilkynnt áform eftir niðurstöðu hæstaréttar um innmötunargjald sem hafði í för með sér tímabundna hækkun á árinu 2025. Gjaldskrá til dreifiveitna lækkar hins vegar tveimur mánuðum fyrr en áður var áætlað.

Orka vegna viðbótarflutningstapa verður keypt á næstadagsmarkaði fyrir tímabilið október – desember 2025 og er kostnaður vegna þeirra áætlaður. Í kjölfarið hefur gjaldskrá vegna flutningstapa verið endurskoðuð fyrir árið 2026 til að endurspegla breytingar á kostnaði vegna flutningstapa fyrir umrætt tímabil.

Að þessum forsendum gefnum hefur verið tekin ákvörðun um að breyta gjaldskrá vegna flutningstapa frá og með 1. janúar 2026. Gjaldskrá vegna flutningstapa verður 149,76 kr. á MWst. og fer úr 130,17 kr. á MWst. 

Kerfisþjónusta samanstendur af reiðuafli, reglunaraflstryggingu og varaafli. Áætlun um gjaldskrá vegna kerfisþjónustu byggir á forsendum um kostnað vegna innkaupa Landsnets á kerfisþjónustu og spá um raforkunotkun. Endurmat á gjaldskrá vegna kerfisþjónustu fyrir árið 2026 kallar á hækkun á gjaldskrá vegna kerfisþjónustu og verður 104,49 kr. á MWst frá og með 1. janúar 2026 og fer úr 88,25 kr. á MWst.

Frá og með árinu 2010 hefur þróun gjaldskrár verið undir þróun vísitölu neysluverðs og því um raunlækkun á flutningskostnaði að ræða á þessu tímabili. Hagræðingar hafa skilað sér í 15% lækkun flutningsgjaldskrár til stórnotenda yfir tímabilið 2008 – 2026. Flutningsgjaldskrá Landsnet hefur verið í 9.-11. lægsta af 39 löndum í alþjóðlegum samanburði.

Aftur í allar fréttir