Brugðumst hratt við


25.01.2018

Framkvæmd

Rétt eftir klukkan tvö í gær varð truflun í raforkukerfinu þegar Blöndulína 1, á milli Blöndu og Laxárvatns, leysti út og í kjölfarið var kerfinu skipt upp í tvo hluta til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi eða miklar skerðingar.

Truflanir á byggðalínunni valda oft miklu straumleysi eða frávikum í gæðum rafmagns sem getur leitt til tjóns hjá notendum. Stjórnstöðin okkar var fljót að ná tökum á trufluninni og innan 5 mínútna var uppbygging  hafin á  ný og ekkert straumleysi varð hjá almennum notendum.  Kerfið var komið í fullan rekstur á ný 13 mínútum eftir að truflunin átti sér stað.
Aftur í allar fréttir