Byrjað að skera af strengnum


07.06.2017

Framkvæmd

Issac Newton fór úr höfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun og strax í gærkvöldi var strengurinn skorinn í sundur á hafsbotni nálægt þeim stað sem bilun var talin vera, en mælingar á staðsetningu geta skeikað einhverjum tugum metra

Í dag var síðan tekinn 70 m bútur úr strengnum sem reyndist innihalda bilun. Næstu skref eru að tengja hluta úr varastreng, sem Landsnet á, inn í staðinn fyrir kaflann sem klipptur var út.

Það er vandasöm aðgerð og ef allt gengur að óskum ætti viðgerð að vera lokið um 20. júní.

Aftur í allar fréttir