Til að orkuskipti geta orðið er ekki nóg að vinna raforku, heldur verður hún að skila sér með öruggum og hagkvæmum hætti til notenda.
Til að orkuskipti geta orðið er ekki nóg að vinna raforku, heldur verður hún að skila sér með öruggum og hagkvæmum hætti til notenda. Öflugt flutningskerfi er grundvallarforsenda græns hagkerfis og það er kominn tími til aðgerða.
Þegar hafist var handa við uppbyggingu byggðalínu fyrir 50 árum glímdi íslenska þjóðin við vandamál sem nú eru aftur áberandi í umræðunni. Olíukreppa erlendis og orkuskortur innanlands gerðu atvinnulífi og heimilum erfitt fyrir á sama tíma verið var að fjárfesta í orkuskiptum.
Á Vorfundi Landsnets verður mikilvægi flutningskerfisins í orkuskiptum til umfjöllunar. Á fundinum verður leitað svara við því hvaða afleiðingar veikt flutningskerfi geti haft og kosti þess að styrkja kerfið. Hvaða áskoranir blasa við og hvernig tökumst við á við þær?
Fundurinn verður haldinn í Silfurbergi Hörpu, fimmtudaginn 28. apríl 08.30 – 10.30. Framsögumenn verða þau:
Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Opnunarávarp
Guðmundur Ingi Ásmundsson, Forstjóri Landsnets
Framtíðin var í gær
Ari Trausti Guðmundsson, Jarðeðlisfræðingur
Áskoranir í orkumálum
Írís Baldursdóttir, Ráðgjafi stýrihóps um stefnumótun hjá ENTSO-E
Á tímum umbreytinga – evrópsk raforkuflutningsfyrirtæki í miðjum orkuskiptum
Sigrún Jakobsdóttir, Stjórnarformaður Landsnets
Tími aðgerða er núna
Hér er hægt að skrá sig á fundinn sem er öllum opinn – hlökkum til að sjá þig í Hörpunni.