Endurnýjun Hellulínu 2 undirbúin


12.08.2014

Framkvæmd

Landsnet undirbýr nýja jarðstrengstengingu milli Hellu og Hvolsvallar, sem leysa mun af hólmi núverandi loftlínu, Hellulínu 2, en hún er með elstu línum í flutningskerfinu, eða frá árinu 1948, og þarfnast orðið endurnýjunar.

Jarðstrengurinn verður 66 kV, um 13 km langur, og mun liggja meðfram þjóðvegi 1 frá tengivirki við Hellu að tengivirki við Hvolsvöll. Hann mun bæði auka flutningsgetu og afhendingaröryggi á svæðinu. Unnið er að hönnun jarðstrengsins hjá Landsneti og er áætlað að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út á fyrri hluta næsta árs en formleg ákvörðun hefur ekki verið tekin um hvenær ráðist verður í verkið. Kostnaður er áætlaður um 450 milljónir króna.

Kortið sýnir línuleið Hellulínu 2.
Aftur í allar fréttir