Fyrsti fundur í nýju verkefnaráði Lyklafellslínu, línu sem mun marka útlínur höfuðborgarsvæðisins


02.11.2020

Framkvæmd

Þann 29. október fór fram fyrsti fundur í verkefnaráði Lyklafellslínu, nýrrar línu sem liggja mun frá Lyklafelli í Mosfellsbæ að Völlunum í Hafnarfirði. Í framhaldinu verða svo Hamraneslínur sem liggja um Heiðmörkina og Ísallínur teknar niður.

Á fundinn voru mættir fulltrúar frá sveitarfélögum og hagsmunaaðilum á svæðinu og var þeim m.a. kynnt hugmyndafræðin á bak við verkefnaráðið, farið yfir hlutverk Landsnets, verkefnið sjálft og fjallað um mat á umhverfisáhrifum.

Elín Sigríður Óladóttir samráðsfulltrúi var ánægð með fundinn sagðist vænta mikils af samtalinu um Lyklafellslínu og sagði að reynslan af öðrum verkefnaráðum hjá Landsneti gefi væntingar um að svo verði líka í þessu ráði.

“ Samtalið skiptir okkur hjá Landsneti miklu máli ekki síst í verkefni eins og þessu þar sem valkostir sem eru til skoðunar liggja í útjaðri byggðar og um leið erum við að leggja til að taka niður línur sem nú liggja í byggð . Ég vænti mikils af ráðinu og hlakka til að eiga samtal og samvinnu við alla þá aðila sem eiga hagsmuna að gæta. “

Smári Jóhannsson á Þróunar og tæknisviði Landsnets segir verkefnið marka nýjar útlínur fyrir höfuðborgarsvæðið og að í þetta sé stórt skref í að þróa flutningskerfið í takti við þróun byggðar. Vegna tafa á þessu verkefni hafi þurft að leika milli leiki til að halda í við þróunina eins og færslu lína ofan við Vellina í Hafnarfirði en annarstaðar, eins og t.a.m. í Úlfarsárdal þar sem verið er að taka niður loftlínuna í dalnum, sé þróunin eðlileg.

“ Þetta er stórt verkefni sem á sér langa sögu og margt hefur breyst í umhverfinu síðan fyrst var farið að ræða þessa línu m.a. hafa stjórnvöld nú markað stefnu um lagningu raflína og uppbyggingu flutningskerfisins. Það sem er sérstakt við þetta verkefni er að um leið erum við að taka niður Hamraneslínur sem liggja í gegnum Heiðmörkina og inn í Hafnarfjörð og Ísallínur í Vallahverfinu í Hafnarfirði.

Viltu vita meira um Útlínur Höfuðborgarsvæðisins ?

Lyklafell – Hafnarfjörður á www.landsnet.is
Lyklafellslína í Kerfisáætlun

Viltu vita meira um samráðið ?

Hlaðvarp – viðtal við Elínu Sigríði Ólafsdóttur samráðsfulltrúa.
https://soundcloud.com/user-313127807/samra-hja-landsnet-elin-sigriur-oladottir 

 

Útlínur höfuðborgarsvæðisins from Landsnet on Vimeo.

Aftur í allar fréttir