Á þriðja tug fræðimanna, sérfræðinga og stjórnenda frá raforkuflutningsfyrirtækjum og háskólum í Evrópu sem tengjast rannsóknarverkefninu GARPUR komu saman hjá Landsneti í liðinni viku til að fara yfir stöðu mála í þeim verkhluta sem Landsnet leiðir í rannsókninni og snýr að rauntímastýringu og skammtímaáætlanagerð raforkukerfisins.
Vinnustofan var haldin sameiginlega með tveimur öðrum verkhlutum sem varða ákvarðanatöku um fjárfestingar í flutningskerfum annars vegar og eignastýringu og viðhaldsáætlanir hins vegar.GARPUR er umfangsmesta rannsóknarverkefni sem ráðist hefur verið í á þessu sviði en æ erfiðara er að spá fyrir um raforkueftirspurn og framboð, m.a. vegna stóraukinnar samþættingar dreifikerfa á evrópska raforkumarkaðnum og vaxandi notkunar á endurnýjanlegum orkuauðlindum, s.s. vindorku og fleiri valkostum. Þá hafa breytt viðhorf, m.a. til lagningarháspennulína, almennt hægt á uppbyggingu raforkukerfa og leitt til þess að kerfin eru í auknum mæli rekin nálægt þolmörkum. Á sama tíma hafa tækniframfarir, s.s. í upplýsingatækni, mælitækni og rafeindatækni, skapað nýja möguleika til að meta áreiðanleika raforkuflutningskerfa og auðvelda nákvæmari stjórnun þeirra frá því sem áður var.
Hugmyndin að rannsóknarverkefninu á rætur að rekja til Íslands og Landsnets. Þátttakendur ásamt Landsneti eru Háskólinn í Reykjavík og 17 evrópskir háskólar, rannsóknarstofnarnir og flutningsfyrirtæki raforku í Noregi, Belgíu, Frakklandi, Búlgaríu, Tékklandi og Danmörku.Vel heppnaðir vinnufundir á Íslandi
Alls sóttu 25 fræðimenn og sérfræðingar vinnufundi hjá Landsneti á dögunum ásamt stjórnendum frá þeim rannsóknarstofnunum og flutningsfyrirtækjum sem taka þátt í rannsókninni. Þar voru fjölmargir þættir rannsóknarinnar teknir fyrir varðandi rauntímastýringu raforkukerfisins, eignastýringu og kerfisþróun flutningskerfa hins vegar. Þá var þátttakendum boðið í vettvangsferð í Hellisheiðarvirkjun og um Reykjanesið þar sem m.a. háhitasvæðið í Krísuvík var skoðað.GARPUR - Generally Accepted Reliability Principle with Uncertainty modelling and through probabilistic Risk assessment - er stærsta rannsóknarverkefni sinnar tegundar í heiminum. Ááætlaður heildarkostnaður er um 1,7 milljarðar króna og hlaut það styrk að jafnvirði um 1,2 milljarða króna úr 7. rammaáætlun Evrópusambandsins. Hægt er að fylgjast með framgangi GARPUR verkefnisins og nálgast útgefið efni og skýrslur á heimasíðu verkefnisins: http://www.garpur-project.eu/