Undanfarin ár hefur trjávöxtur verið mjög hraður og því hefur Landsnet lagt mikla áherslu á að grisja tré sem hafa vaxið undir og í námundan við línurnar.
Grisjunin er hluti af viðhaldi og vinnu við línurnar en Landsnet leggur mikla áherslu á afhendingaröryggi raforku.
Í sumar var unnið við grisjun undir Blöndulínu 1 og í haust er áætlaða að grisja undir Laxárlínu 1 og Kröflulínu 1 í Kjarnaskógi, undir Rangárvallalínu 1 í landi Silfrastaða og Egilsár, undir Búrfallslínu 1 í landi Sandlækjar.
Grisjunin er unnin í samvinnu við landeigendur og hagsmunaaðila á svæðunum.
Ljósmynd;
Í Langadal í landi Gunnfríðarstaða er töluverð skógrækt undir 132 kV Blöndulínu 1 - Svæðið var grisjað af starfsmönnum Landsnets í sumar.