Í morgun varð rafmagnslaust í Grundarfirði í um það bil 15 mínútur þegar Grundarfjarðarlína 1 sló út.
Ástæða rafmagnsleysins er að grafa, á vegum Landsnets, sem var að vinna við lagningu á Grundarfjarðarlínu 2 fór of nálægt línunni sem sló út í kjölfarið. Greiðlega gekk að koma rafmagni aftur á Grundarfjörð og engin slys urðu á fólki. Unnið er að greiningu á atvikinu.