Grundarfjarðarlína 2 – framkvæmdir að hefjast


15.05.2017

Framkvæmd

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir við Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og fellst verkið í greftri, slóðagerð og tilheyrandi frágangi.

Með lagningu strengsins eykst áreiðanleiki svæðiskerfisins á Vesturlandi og afhendingaröryggi raforku batnar á Snæfellsnesi.

Samið hefur verið við Steypustöð Skagafjarðar um framkvæmdina og er áætlað að stórtækum framkvæmdum ljúki 15. nóvember, verkinu sjálfu lýkur með yfirborðsfrágangi sumarið 2018. Leitast verður eftir að ónæði við verkið verði sem minnst.

Hér er hægt að lesa nánar um framkvæmdina og koma með ábendingar ef einhverjar eru.

Aftur í allar fréttir