Í dag afhentum við 26 starfsmönnum okkar starfsaldursviðurkenningar. Þeir fengu viðurkenningar fyrir 5, 10, 15, 25, 30 og 35 ára starfsaldur. Það er okkur mikil ánægja að sjá þennan stóra hóp sem hefur verið hjá okkur í þennan langa tíma en þess má geta að meðalstarfsaldur hjá okkur er 18,5 ár.
Við hjá Landsneti leggjum mikla áherslu á það að skapa góðan vinnustað sem einkennist af gildunum ábyrgð, samvinna og virðing. Þannig fáum við til okkar fjölbreyttan hóp starfsfólks með mikilvæga þekkingu sem gera okkur kleift að reka flutningskerfi landsins.
Við þökkum þeim sérstaklega fyrir vel unnin störf í gegnum árin!
5 ár: Benedikt Guðmundsson, Dofri Þórðarson, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Arnar Már Loftsson, Guðjón Hugberg Björnsson, Guðjón Axel Guðjónsson ,Helgi Bogason, Almar Daníelsson ,Hallgrímur Frímannsson, Kristveig Þorbergsdóttir, Karl Kristinsson
10 ár: Sigurður Gíslason, Eiríkur Einarsson, Kjartan Benediktsson, Árni Baldur Möller, Högni Þór Arnarson
15 ár: Guðlaugur Sigurgeirsson, Ragnar Guðmannsson
20 ár: Páll Pálsson, Árni Sæmundsson
25 ár: Steinn Márus Guðmundsson, Valsteinn Stefánsson, Einar Ragnarsson
30 ár: Guðjón Kárason
35 ár: Margrét Dan Jónsdóttir, Gumundur Ingi Ásmundsson