Halldór Halldórsson hjá Landsneti og Rán Jónsdóttir hjá Orkustofnun tóku í morgun við formennsku hjá NordBER sem eru sameiginleg samtök raforkuflutningsfyrirtækja og orkustofnana á öllum Norðurlöndum.
Hlutverk samtakanna er að samræma áhættu- og neyðarstjórnun raforkuflutningskerfa Norðurlandanna og tryggja samvinnu þeirra á milli til að tryggja öryggi raforkuflutnings og viðbragða í vá.
Til hamingju Halldór og Rán.
Ljósmynd: Halldór Halldórsson, Rán Jónsdóttir , Stinne Maria Thomassen og Michael Morgen.