Þegar í ljós kom haustið 2012 að rafmagnsflutningur til eins mikilvægasta sjávarútvegsbæjar Íslands, Vestmannaeyja, hékk á bláþræði var allt kapp lagt á að leggja nýjan og öruggan sæstreng milli lands og Eyja sumarið 2013.
Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig, þrátt fyrir þaulskipulagt ferli. Í heimildarmyndinni "Lífæðinni til Eyja", sem sýnd verður í Sjónvarpinu fimmtudaginn 19. júní kl. 21:25, er fylgst grannt með gangi mála við lagningu sæstrengsins og baráttunni við náttúruöflin. Rætt er við heimamenn um mikilvægi þess að tryggja orkuöryggi þessarar mikilvægu sjávarútvegsbyggðar á Ísland, starfmenn Landsnets og verktaka um framkvæmdina og fylgst með því þegar strengurinn var tekinn formlega í rekstur af iðnaðarráðherra þann 9. október sl. Myndin var unnin af Prófilm í samstarfi við Landsnet.Heimildamyndin Lífæðin til Eyja sýnd í Sjónvarpinu
18.06.2014
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR