Holtavörðuheiðarlína 1 - Hafðu áhrif – taktu þátt í að ákveða línuleiðina með okkur


22.06.2021

Framkvæmd

Við hjá Landsneti óskum eftir ábendingum og hugmyndum að valkostum vegna fyrirhugaðrar tengingar í raforkukerfinu frá Klafastöðum í Hvalfirði að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði.

Svæðið hefur verið skoðað af sérfræðingum okkar og í ljós kemur að núverandi línustæði hentar að mestu ágætlega. Því er fyrirséð að línuleið samsíða eldri línu verður einn valkostanna sem lagt verður mat á í komandi umhverfismati.

Hins vegar er ljóst að fleiri valkostahugmyndir geta komið til álita og því óskum við eftir að fá þær fram. Hugmyndir geta til dæmis varðað línuleiðir, alla leið eða hluta af leið, gerðir mastra og aðgerðir til að lágmarka áhrif. Farið verður yfir allar hugmyndir og í kjölfarið unnið að því að ákveða þá valkosti sem munu verða metnir og bornir saman, í áframhaldandi samráði.

Ákvörðun um valkosti byggir á ýmsum þáttum, en meðal annars er stefnt að því að lágmarka áhrif á viðkvæm og mikilvæg svæði. Því óskum við jafnframt eftir ábendingum um svæði sem fólki þykir á einhvern hátt vera hafa sérstakt gildi.

Markmiðið er að þessi vinna leiði til skynsamlegrar niðurstöðu um aðalvalkost, þar sem tekið er tillit til sem flestra þátta með hliðsjón af öryggi, umhverfi og efnahag.

Frestur til að koma ábendingum á framfæri er til og með 9.ágúst næst komandi 

Smelltu hér til að komast á vefsjá Holtavörðuheiðarlínu 1 
Aftur í allar fréttir