Katrín Olga og Magnús Þór ný í stjórn Landsnets


16.03.2020

Framkvæmd

Á aðalfundi Landsnets sem haldinn var ​föstudaginn 13. mars var ný stjórn fyrirtækisins kjörin en hana skipa þau Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Magnús Þór Ásmundsson´, ​Ólafur Rúnar Ólafsson, og Svava Bjarnadóttir.

Þau Ómar Benediktsson og Svana Helen Björnsdóttir gengu úr stjórninni eftir átta og ellefu ára stjórnarsetu og þökkum við þeim fyrir frábær störf í þágu í Landsnets en þau Katrín Olga og Magnús Þór komu ný inn. 

Sigrún Björk Jakobsdóttir stjórnarformaður segir að það séu spennandi tímar framundan hjá Landsneti.

„Uppbygging nýrrar kynslóðar byggðalínu sé hafin og með styrkingu flutningskerfisins drögum við þannig úr orkusóun og aukum nýtingu á endurnýjanlegri orkuauðlind þjóðarinnar.  Breyttar áherslur Landsnets á samvinnu og samtali sé farið að skila sér í betri skilningi milli okkar og samfélagsins á viðkomandi framkvæmdasvæðum. Þannig munum við ná árangri til framtíðar.“

Aftur í allar fréttir