Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029 komin í umsagnarferli


12.06.2020

Framkvæmd

Kerfisáætlun Landsnets 2020-2029, ásamt framkvæmdaáætlun 2021- 2023 og umhverfisskýrslu Landsnets eru nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 31. júlí 2020.

Við hvetjum alla sem áhuga hafa á uppbyggingu innviða til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir lok umsagnarfrestsins. Áætlunina ásamt fylgiskjölum má finna á landsnet.is.

Áhugasömum er boðið til opinna funda þar sem gerð verður grein fyrir helstu breytingum á áætluninni:

Reykjavík Miðvikudaginn 24. júní kl. 14.00-16.00 Grand Hótel

Akureyri Fimmtudaginn 25. júní kl. 16.00-18.00 KEA Hótel

Ísafjörður Miðvikudaginn 8.júli  kl. 15.00-17.00 Hótel Ísafjörður 

Komdu og kynntu þér hvað verið er að gera til að tryggja leiðina inn í framtíðina sem við vitum að verður rafmagnaðri en áður.

Á fundunum verða flutt erindi og spurningum svarað í kjölfarið:

Veðrið, veiran og við hjá Landsneti.

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri / Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi.

Flutningskerfið og launaþróun.

Jón Skafti Gestsson, sérfræðingur á fjármálasviði.

Kerfisáætlun 2020 – 2029.

Gnýr Guðmundsson, yfirmaður greininga og áætlana raforkukerfisins.

Fundarstjóri Elín Sigríður Óladóttir, samráðsfulltrúi.

Fundurinn 24. júní verður í beinni útsendingu á www.landsnet.is og á Facebooksíðu Landsnets þar sem upptaka af fundinum verður aðgengileg.

 

Hér er hægt að nálgast vefútgáfu.

Hér hægt að fylgjast með Reykjavíkurfundinum. 

Aftur í allar fréttir