Lækkun á gjaldskrá Landsnets


04.07.2016

Framkvæmd

​Breytingar hafa verið gerðar á gjaldskrá Landsnets með gildistöku frá 1. júlí 2016. Breyting hefur verið gerð á afhendingar-, afl- og orkugjaldi fyrir stórnotendur. Ekki voru gerðar breytingar á gjaldskrá fyrir drefiveitur né vegna sölu á flutningstöpum og kerfisþjónustu.

Breytingarnar grundvallast á ákvörðun Orkustofnunar um tekjumörk Landsnets og viðmið um leyfða arðsemi. 

Ákvörðun um leyfða arðsemi 2016 lá fyrir í maí og setti Orkustofnun Landsneti tekjumörk fyrir tekjutímabilið 2016-2020. Það þýðir að fyrirtækinu eru úthlutaðar ákveðnar tekjur og umhverfi til að afla þeirra tekna. Leyfð arðsemi til stórnotenda, sem er grundvöllur útreiknings tekjumarka við gerð áætlunar fyrir árið 2016 var hærri en niðurstaða Orkustofnunar varð um ákvarðað arsemishlutfall árið 2016.

Í samræmi við ákvörðun Orkustofnunar um tekjumörkin hefur verið samþykkt að lækka gjaldskrá Landsnets til stórnenda um 9% frá og með 1.júlí.

Hér er hægt að sjá gjaldskrána.

Aftur í allar fréttir