Landsnet fær ISO vottun


25.08.2017

Framkvæmd

Við hjá Landsneti leggjum áherslu á skilvirkt skipulag reksturs með sterkum meginstoðum og skýrum ábyrgðarhlutverkum.

Til að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið er áhersla lögð á að starfsemin sé vottuð með alþjóðlegum stjórnunarstöðlum.

Við erum stolt af því að hafa nýverið fengið vottun á starfsemina okkar samkvæmt gæðastjórnunarkerfinu ISO 9001, umhverfisstjórnunarkerfinu ISO 14001 og öryggisstjórnunarkerfinu OHSAS 18001 frá British Standards Institute, BSI.

BSI er leiðandi aðili í faggildri vottun á stjórnkerfum samkvæmt ISO stöðlum og öðrum alþjóðlega viðurkenndum stöðlum.

Vottunin tryggir að unnið sé eftir verkferlum sem ná til allra þátta í starfsemi okkar þar sem stöðugar umbætur og eftirfylgni eiga sér stað.

„Markmið og loforð okkar eru skýr um að tryggja öruggt aðgengi að rafmagni, í gæðum eins og best gerist. Með því að styðjast við alþjóðlega stjórnunarstaðla hjálpar það okkur að við að standa við loforð sem sett hafa verið þar sem stöðug gæði, skilvirkt vinnulag og ábyrgð starfsmanna er skýr ásamt því að stuðla að stöðugum umbótum. Vottunin er því jákvæð fyrir allan reksturinn, starfsfólkið, hagaðila og samfélagið í heild.  Ég stolt af því að við höfum fengið alþjóðlega vottun og vil nota tækifærið og þakka öllum samstarfsmönnum fyrir þá vinnu sem lögð var í verkefni. Fyrir okkur skiptir þetta máli.“ Segir Engilráð Ósk Einarsdóttir Verkefnastjóri gæðamála og samfélagsábyrgðar hjá Landsneti.

Aftur í allar fréttir