Neyðarstjórn Landsnets kom saman kl 15:15 í dag vegna tilkynningar frá Almannavörnum um að gos væri hafið í Dyngjujökli. Miðað við fregnir er um lítið gos að ræða en búast má við að flóðvatn skili sér í Jökulsá á Fjöllum.
Þau mannvirki Landsnets sem kunna að vera í hættu vegna þessa eru Kröflulína 2 og Kópaskerslína 1. Á þessu stigi hafa viðeigandi viðbúnaðaráætlanir verið virkjaðar og mannskapur er kominn í viðbragðsstöðu. Beðið er átekta eftir nánari upplýsingum um þróun gossins og flóðs sem því kann að fylgja.Undanfarna daga hafa Landsnet og Rarik komið upp varavélum sem mögulegt verður að ræsa með skömmum fyrirvara ef til straumleysis kemur vegna skemmda á Kópaskerslínu. Vegna hringtengingar byggðalínu er ekki gert ráð fyrir að bilun á Kröflulínu 2 hafi áhrif á afhendingu til notenda.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, í síma 893 4843.