Landsnet hf. óskar eftir að ráða verkefnastjóra framkvæmdaverkefna á Framkvæmda- og rekstrarsvið og verkefnastjóra áætlana á Þróunar- og tæknisvið.
Verkefnastjóri framkvæmdaverkefna
Landsnet hf. óskar eftir að ráða verkefnastjóra á Framkvæmda- og rekstrarsvið. Hlutverk sviðsins er að stýra framkvæmdum við uppbyggingu og endurnýjun á flutningskerfi Landsnets ásamt viðhaldi og rekstri kerfisins.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
- Þátttaka í verkefnateymi við hönnun og undirbúning nýframkvæmda og endurnýjunar á flutningsvirkjum
- Verkefnisstýring nýframkvæmda og endurnýjunar á flutningsvirkjum
- Umsjón og eftirlit með framvindu verkefna og skilamati
- Gerð og eftirfylgni framkvæmda-, kostnaðar- og greiðsluáætlana
- Samskipti við hagsmunaaðila innan sem utan fyrirtækisins
- Gerð útboðsgagna og undirbúningur verksamninga, umsjón með framkvæmd, eftirfylgni og uppgjör verksamninga
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði
- Haldbær reynsla af verkefnastjórnun framkvæmdaverka
- Sérfræðiþekking á sviði háspennu er æskileg
- Vottun í verkefnastjórnun eða MPM-nám er æskilegt
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hæfni í samskiptum og virðing fyrir samstarfsmönnum og umhverfi
- Gott vald á íslensku og ensku, talaðri sem ritaðri
Verkefnastjóri áætlana
Landsnet hf. óskar eftir að ráða verkefnastjóra á Þróunar- og tæknisvið. Sviðið ber ábyrgð á Hlutverk sviðsins er að gera áætlunir um uppbyggingu og þróun raforkuflutningskerfisins og undirbúning framkvæmda. Jafnframt ber sviðið ábyrgð á grunnrannsóknum og sinnir sameiginlegri tækniþjónustu fyrir fyrirtækið.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
- Mótun og forgangsröðun áætlanaverkefna er varða uppbyggingu og viðhald raforkukerfis landsins, s.s. kerfisáætlun og framkvæmdaáætlun
- Ábyrgð á og verkefnastjórn áætlana og útgáfu þeirra
- Bein þátttaka í áætlanagerð, s.s. fagvinnu, skrifum og rýni áætlana
- Miðlun á niðurstöðum áætlana innan sem utan fyrirtækis
- Ábyrgð á faglegum vinnubrögðum og mótun verkferla
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Haldbær reynsla af verkefnastjórnun
- Árangursrík reynsla af áætlanagerð
- Reynsla af miðlun upplýsinga
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Mjög góð hæfni í túlkun og greiningu gagna
- Hæfni í samskiptum og virðing fyrir samstarfsmönnum og umhverfi
- Gott vald á íslensku og ensku, talaðri sem ritaðri
Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2015. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimsíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.
Um Landsnet
Landsnet hf. annast flutning raforku á Íslandi og stýrir uppbyggingu flutningskerfisins. Landsnet stýrir jafnframt raforkukerfi landsins og tengir þannig saman framleiðendur og notendur raforku. Landsnet er ábyrgt og framsækið þjónustufyrirtæki með öfluga liðsheild, sterka samfélagsvirtund og í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Landsnet leggur áherslu á að vera eftirsóknarverður vinnustaður.