Landsnet með vottun í umhverfis- og vinnuöryggisstjórnun


19.02.2014

Framkvæmd

Vottun hf. hefur staðfest að Landsnet starfrækir stjórnunarkerfi umhverfis- og vinnuöryggismála, sem samræmast kröfum í alþjóðlegu stjórnunarstöðlunum ISO 14001 og OHSAS 18001. Ari Arnalds, gæðastjóri hjá Vottun hf. afhenti forstjóra Landsnets skírteini því til staðfestingar við athöfn í gær.

Landsnet hefur þá stefnu að virða umhverfið með vönduðum vinnubrögðum og nýsköpun í mannvirkjagerð og hjá fyrirtækinu er stöðugt er unnið að heilsuvernd og persónu- og rekstraröryggi.

Með innleiðingu og vottun stjórnunarkerfa á sviði umhverfis- og vinnuöryggismála vill Landsnet styrkja umhverfis- og öryggisbrag fyrirtækisins og stuðla að varanlegri og virkri stjórnun þessara málaflokka. Hefur stjórnun þeirra verið tvinnuð saman við þau stjórnunarkerfi sem fyrir eru í fyrirtækinu, þ.e. ISO 9001 vottað gæðakerfi og viðurkennt stjórnunarkerfi öryggismála raforkuvirkja. 

Hjá Landsneti er lögð áhersla á samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins og virk stjórnun gæða-, umhverfis- og öryggismála stuðlar enn frekar að efndum á stefnu, hlutverki og gildum Landsnets og tryggir enn frekar að fyrirtækið uppfylli lög og reglugerðir sem og aðrar kröfur á sviði þessara málaflokka. Vottuð stjórnunarkerfi auka jafnframt gagnsæi og rekjanleika í stjórnun þessara mikilvægu málaflokka hjá fyrirtækinu og þessi nýjasta viðbót í vottuð stjórnunarkerfi fyrirtækisins bæta aðgengi stjórnenda að upplýsingum um árangur fyrirtækisins í umhverfis- og vinnuöryggismálum.

Á myndinni eru Hildur B. Hrólfsdóttir, gæða- og umhverfisstjóri Landsnets og verkefnisstjóri innleiðingar stjórnunarkerfa, Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Ari Arnalds, gæðastjóri hjá Vottun hf., og Lúðvík B. Ögmundsson, öryggisstjóri Landsnets, með staðfestingarskjölin um vottun Landsnets í umhverfis- og vinnuöryggisstjórnun.

Aftur í allar fréttir