Laus störf hjá Landsneti


26.08.2016

Framkvæmd

Landsnet auglýsir þrjú laus störf til umsóknar; sérfræðingur í stjórnstöð hjá kerfisstjórnunarsviði, rafiðnaðarmaður á Egilsstöðum hjá framkvæmdar-og rekstrarsviði og sérfræðingur í innkaupum hjá fjármálasviði.

Sérfræðingur í stjórnstöð

Við leitum að ábyrgum sérfræðingi í stjórnstöð á kerfisstjórnunarsviði. Stjórnstöð Landsnets er miðstöð fyrir stýringu og samhæfingu raforkukerfisins alls. Þar fer fram rauntímastýring ásamt samhæfingu viðhaldsaðgerða og viðbragða í truflanarekstri. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér kerfisstjórnun auk annarra verkefna sem tengjast rauntímastýringu og áætlanagerð. Starfið er unnið á dag- og næturvöktum.

Starfs- og ábyrgðarsvið
• Stýring og vöktun raforkukerfisins
• Aðgerðastjórnun og áætlanagerð um rekstur flutningskerfisins
• Hönnun og endurbætur á verkferlum
• Kerfisgreiningar, úrvinnsla gagna og skýrslugerð
• Eftirlit með öryggiskröfum Landsnets
• Þátttaka í rekstri reglunaraflsmarkaðar

Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun á sviði rafmagnsverkfræði eða tæknifræði,
  sérhæfing á raforkusviði er æskileg
• Hæfni til að vinna undir álagi
• Hæfni í samskiptum og samvinnu
• Skipulögð og öguð vinnubrögð
• Hæfni til að taka ákvarðanir óhindrað
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og staðfesta við úrvinnslu verkefna 

Rafiðnaðarmaður á Egilsstöðum

Við leitum að rafiðnaðarmanni til starfa hjá Netþjónustu á framkvæmda- og rekstrarsviði Landsnets við rekstur og viðhald á flutningskerfinu. Um er að ræða fjölbreytt starf hjá starfsstöð fyrirtækisins á Egilsstöðum við að tryggja örugga afhendingu rafmagns á Íslandi. Starfsvettvangur er um allt land. Starfið krefst frumkvæðis og áhuga á raforkumálum. Rík áhersla er lögð á öryggis-, heilsu- og umhverfismál.

Starfs- og ábyrgðarsvið
• Rekstur og viðhald á tengivirkjum (há- og lágspennubúnaði), háspennulínum og háspennustrengjum
• Þátttaka í vinnu við endurnýjun og nýbyggingar flutningsvirkja
• Þátttaka í gerð viðbragðsáætlana og bakvöktum

Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun í rafiðnfræði, sveinspróf í rafvirkjun eða rafvirkjanemi
• Sjálfstæði og skipulag í vinnubrögðum
• Reynsla af miðlun upplýsinga í töluðu og rituðu máli og hæfileiki til að setja fram efni á skýran hátt
• Meirapróf og vinnuvélaréttindi eru kostir

Sérfræðingur í innkaupum

Vilt þú starfa í áhugaverðu umhverfi og sinna starfi sem snertir alla þætti aðfangakeðju Landsnets? Um er að ræða nýtt starf á fjármálasviði sem gefur áhugasömum einstaklingi tækifæri til þess að vaxa í starfi og auka hagkvæmni í rekstri Landsnets. Starfið heyrir undir innkaupastjóra. 

Starfs- og ábyrgðarsvið
• Umsjón með verðfyrirspurnum, útboðum, samskiptum við 
   birgja og eftirfylgni með þessum verkefnum
• Skipulagning aðfangakeðju
• Umsjón með rafrænu útboðskerfi Landsnets
• Gerð samninga, samningsstjórnun og verðeftirlit
• Þátttaka í undirbúningi framkvæmdaútboða
• Innkaupagreiningar
• Umsjón með innkaupakerfi Landsnets

 Menntunar- og hæfniskröfur

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Þekking á lagaumhverfi opinberra innkaupa er kostur
• Þekking og reynsla af innkaupum og flutningamálum
  er kostur  
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Hæfni í samskiptum og samvinnu
• Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
• Góð almenn tölvuþekking

 Umsóknarfrestur starfa er til og með 11. september 2016.

Störfin verður auglýst um helgina í Fréttablaðinu ásamt því að birtast á vefum Landsnets og ráðningarappinu Alfred. Starfsmenn sem vilja sækja um er bent á að sækja þarf um starfið á vef Capacent, www.capacent.is  Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Jónsdóttir hjá Capacent (helga.jonsdottir@capacent.is).

 

Aftur í allar fréttir