Laust starf bókara


06.11.2015

Framkvæmd

Landsnet hf. leitar eftir reyndum bókara í 80% starf við almenn bókhaldsstörf á fjármálasviði.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

  • Bókhald, s.s. skráning og staðfesting bókunar, afstemmingar, ferðauppgjör o.fl.
  • Eftirfylgni með að bókun reikninga sé í samræmi við lög, ferla og almennar reikningsskilavenjur
  • Umsjón með rafrænum reikningum
  • Þátttaka í gerð verkferla reikningshalds og eftirfylgni þeirra
  • Aðstoð við stjórnendur og starfsmenn
  • Ýmis önnur verkefni tengd reikningshaldi

 Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Haldbær reynsla af störfum í bókhaldi er nauðsynleg
  • Þekking á lögum og reglum á sviði bókhalds, virðisaukaskatts og reikningsskila er nauðsynleg
  • Þekking á verkbókhaldi
  • Góð þekking og færni í Excel er nauðsynleg, þekking á Dynamics Ax er kostur
  • Starfið krefst nákvæmni, skipulags, frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða

Landsnet

Landsnet hf. annast flutning raforku á Íslandi og stýrir uppbyggingu flutningskerfisins. Landsnet stýrir jafnframt raforkukerfi landsins og tengir þannig saman framleiðendur og notendur raforku. Landsnet er ábyrgt og framsækið þjónustufyrirtæki með öfluga liðsheild, sterka samfélagsvitund og í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Landsnet leggur áherslu á að vera eftirsóknarverður vinnustaður.

Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember 2015.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimsíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.

Auglýsing

 

Aftur í allar fréttir