Sérfræðingur í umhverfismálum. Kanntu að meta umhverfið?
Við leitum að sérfræðingi í umhverfismálum sem býr yfir frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi. Sérfræðingur í umhverfismálum sér um að meta og kynna umhverfisáhrif verkefna og áætlana og mun móta nýjar starfsaðferðir í umhverfismálum.Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Umsjón með og vinna við mat á umhverfisáhrifum
• Þróun á skilvirkum leiðum til að móta umhverfisviðmið
• Rannsóknir á umhverfismálum
• Stuðningur við og þátttaka í vinnu skipulagsmála
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, menntun á sviði jarðfræði,
landafræði eða umhverfisverkfræði er kostur
• Reynsla af vinnu við mat á umhverfisáhrifum og gerð umhverfismælikvarða
• Reynsla af vinnu við skipulag sveitarfélaga
• Árangursrík reynsla af verkefnastjórnun smærri verkefna og skýrslugerð
• Hæfni í samskiptum og virðing fyrir samstarfsfólki og umhverfi
Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2016.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) og Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent.
Um Landsnet
Landsnet ber ábyrgð á flutnings-kerfi raforku sem er einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins.
Verkefni fyrirtækisins er að tryggja heimilum og fyrirtækjum aðgang að rafmagni í takt við þarfir þeirra og í sátt við umhverfið og samfélagið. Landsnet er góður vinnustaður þar sem fjölbreytt og krefjandi verkefni eru leyst af samhentum hópi starfsfólks.
Auglýsing