Leggjum okkar að mörkum


10.07.2017

Framkvæmd

Við hjá Landsneti leggjum okkar að mörkum til að lágmarka áhrif starfsemi okkar á umhverfið m.a. með því að endurheimta gróðurlendi í stað þess sem fer undir línur og vegi.

Í sumar stefnum við á, í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, að græða upp um 130 ha í þremur sveitarfélögum. Græddir verða upp tveir til þrír hektarar af landi á móti hverjum einum sem raskast.

Það sem af er sumars hafa verið gróðarsettar 33.543 lerki- og birkiplöntur í landi Norðurþing og búið er að dreifa um 21.6 tonnum af tilbúnum áburði og um 500 kg af túnvingulsfræi.

Vinna við verkefnið gengur vel og erum mjög ánægð með samstarfið við Landgræðsluna.

Aftur í allar fréttir