Landsnet hefur ákveðið að veita AHC samtökunum á Íslandi hinn árlega jólastyrk fyrirtækisins að þessu sinni. AHC sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur sjúkdómur. Um 800 þekkt tilvik eru til í heiminum öllum. Ein íslensk stúlka, Sunna Valdís 6 ára, þjáist af þessum sjaldgæfa taugasjúkdómi sem einkennist af köstum sem valda krömpum og tímabundinni lömun sem hefur einnig áhrif á þroska hennar bæði andlegan og líkamlegan. Samtökin stuðla m.a. að rannsóknum á sjúkdómnum.
Afhending styrksins fór fram mánudaginn 17.desember á hinum hefðbundna aðventufundi Landsnets að viðstöddu fjölmenni.