Lyklaskipti hjá Landsneti — Ragna tekin við sem forstjóri


01.07.2025

Framkvæmd

Ragna Árnadóttir hefur tekið við starfi forstjóra Landsnets og Guðmundur Ingi Ásmundsson þar með látið af störfum eftir farsælan feril hjá fyrirtækinu.

Ragna kemur inn með víðtæka og verðmæta reynslu úr bæði stjórnsýslu og orkugeiranum. Hún hefur meðal annars verið skrifstofustjóri Alþingis, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og gegnt embætti dómsmálaráðherra. Hún þekkir vel þær áskoranir og tækifæri sem blasa við í íslensku samfélagi – og ekki síst á sviði orkumála.

Við bjóðum Rögnu Árnadóttur hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins. Með ráðningu hennar hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins þar sem Landsnet mun vera í lykilhlutverki þegar kemur að orkuskiptum og öruggu flutningskerfi til framtíðar.

Aftur í allar fréttir