Landsnet stendur fyrir á sjötta tug námskeiða á fyrri hluta næsta árs fyrir starfsmenn en rík áhersla er lögð á að þeir sem vinna hjá fyrirtækinu geti aukið þekkingu sína og hæfni - til að vera betur í stakk búnir til að takast á við þær áskoranir sem Landsnet stendur frammi fyrir.
Fræðslumálin stuðla þannig að frumkvæði og stöðugum umbótum innan fyrirtækisins en framsækni er einmitt eitt af gildum Landsnets.
Til að bjóða upp á markvisst fræðslustarf fer fram ítarleg þarfagreining meðal starfsfólks með áherslu á hæfni og þekkingu svo hægt sé að meta hvaða þjálfun er nauðsynleg. Fræðsludagskrá er síðan mótuð til nokkurra mánaða í senn. Má nefna sem dæmi að frá janúar til júní á næsta ári verður efnt til 53 námskeiða alls fyrir starfsfólk Landsnets; 28 þeirra eiga að efla starfstengda og persónulega hæfni, 8 tengjast öryggismálum og 17 námskeið taka fyrir ýmis áhugaverð málefni.
Af áhugaverðum námskeiðum sem Landsnet hefur staðið fyrir á þessu ári má t.d. nefna undirbúning starfsloka fyrir eldri starfsmenn fyrirtækisins og kennslu í snjóflóðavörnum og fyrstu hjálp í óbyggðum - til að stuðla að meira öryggi starfsfólks Landsnets sem vinnur við slíkar aðstæður.
Myndin sýnir þátttakendur á sjóflóðavarnanámskeiði Landsnets í nóvember 2013.