Á morgun, þriðjudaginn 19.maí mun línuflokkur á vegum Landsnets færa til eitt mastur í Hnoðraholtslínu sem liggur milli tengivirkja í Hafnarfirði og Hnoðraholti í Garðabæ. Færa þarf mastrið til um 26 m vegna lagningar Ásvallabrautar í Hafnarfirði.
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að lagfæra slóð að mastrinu, setja niður nýjar undirstöður og útbúa plan fyrir krana við mastrið. Mastrinu verður svo lyft af núverandi undirstöðum og sett á nýjar undirstöður.
Mastrið sem verður fært er númer 10 á myndinni.