Mikill áhugi á að starfa fyrir Landsnet


10.09.2014

Framkvæmd

Vel á annað hundrað svör bárust vegna tveggja starfa sem auglýst voru laus til umsóknar hjá Landsneti á dögunum. Þakkar fyrirtækið öllum umsækjendum fyrir áhugann en fyrirséð er að úrvinnsla þeirra mun taka nokkurn tíma.

Annars vegar er Landsnet að leita að öflugum einstaklingi sem verður í forystu um markaðs- og þjónustumál Landsnets, s.s. stefnumótun á sviði markaðsmála, tengsl við viðskiptavini og umsjón með miðlun upplýsinga til samfélagsins. Um nýtt starf er að ræða. Hins vegar leitar Landsnet að sérfræðingi í viðskiptaskilmálum sem mun bera ábyrgð á að greina og þróa viðskiptaskilmála fyrirtækisins.


Umsóknarfrestur um störfin rann út þann 30. ágúst síðast liðinn og fóru viðbrögðin fram úr björtustu vonum því alls bárust 150 umsóknir. Landsnet leggur ríka áherslu á að vera eftirsóknarverður vinnustaður og þakkar öllum umsækjendum frábærar viðtökur og áhuga á fyrirtækinu. Úrvinnsla umsóknanna stendur nú yfir með aðstoð Capacent Ráðninga. Er ljóst að sú vinna mun taka nokkurn tíma vegna fjölda umsókna en kappkostað verður að ganga frá ráðningum sem allra fyrst.

Nánari upplýsingar veitir Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Landsnets (elfahronn@landsnet.is).

Aftur í allar fréttir