Norðanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá varaaflstöðinni í Bolungarvík


16.02.2016

Framkvæmd

Hvassviðri og stormur gekk yfir landið í gærkvöldi, nótt og í morgun með talverðri úrkomu og vindáraun á flutningskerfi raforku á Austurlandi og Vestfjörðum.

Vestfirðir fá nú rafmagn frá Mjólkárvirkjun og varaaflstöð Landsnets í Bolungarvík þangað til Mjólkárlína kemst aftur í rekstur.

Tálknafjarðarlína leysti út rétt fyrir sex í morgun en komst inn skömmu seinna.

Glerárskógarlína 1, sem liggur yfir Laxárdalsheiði leysti út um klukkan þrjú í nótt og komst inn aftur rétt yfir klukkan fjögur.

Fljótsdalslína 2 leysti út um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Viðgerðarflokkar voru á leið á vettvang að skoða bilunina nú í morgunsárið.

Aftur í allar fréttir