Ný gjaldskrá Landsnets tekur gildi frá og með 1.janúar 2017. Í nýju gjaldskránni er breyting á gjaldi vegna flutningstapa, þar sem Landsnet hefur samið um kaup á raforku vegna flutningstapa fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2017
Eins og greint var í tilkynningu Landsnets 1. desember sl., sem má finna hér, þá hefur verið ákveðið að hækka gjaldið um 10,5 %.
Gjaldskrárbreytingin hefur verið samþykkt af Orkustofnun.
Gjaldskráin tekur gildi frá og með 1. janúar 2017 og verður uppfærð á heimasíðu okkar þann 2. janúar 2017. Gjaldskránna verður hægt að finna hér