Ný gjaldskrá tekur gildi í dag, 1. ágúst 2017.
Breytingin felur í sér 8,5% hækkun til dreifiveitna á afhendingar-, afl- og orkugjaldi ásamt afhendingargjaldi fyrir innmötunargjald virkjana og á skerðanlegum flutningi.
Ekki verða gerðar breytingar á gjaldskrá fyrir stórnotendur né vegna sölu á flutningstöpum og kerfisþjónustu.
Rafmagnsreikningur heimila skiptist í skatta, vinnslu, dreifingu og flutning. Flutningshlutinn er að jafnaði um 10% af reikningnum. Sá hluti hækkar nú um 8,5%.
Ef tekið er dæmi um rafmagnsreikning heimilis að upphæð 4.000 kr/mánuði, þá eru flutningsgjöld 10% af reikningsupphæðinni, eða 400 kr. Hækkun á flutningsgjöldum um 8,5% hækkar þá rafmagnsreikning heimilisins um 34 kr. á mánuði eða 408 kr. á ári. Hækkunin samsvarar því hækkun um 0,85% á rafmagnsreikningi heimilisins.
Gjaldskrá fyrir flutning á raforku og kerfisþjónustu nr. 25, gildir frá 1. ágúst 2017