Eykur flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á svæðinu


27.07.2016

Framkvæmd

Landsnet vinnur nú að styrkingu svæðiskerfisins á Suðurlandi með endurnýjun á strengendum þriggja 66 kV háspennulína á svæðinu en grannir jarðstrengir í endum loftlína hafa skapað flöskuhálsa í flutningskerfinu á nokkrum stöðum.

Flutningsgeta strengjanna hefur verið talsvert minni en loftlínanna sem þeir tengjast og verður gömlu strengjunum skipt út fyrir nýja og öflugri strengi til að ráða bót á þessu. Línurnar sem um ræðir á Suðurlandi eru Hellulína 1, milli Hellu og Flúða, Flúðalína 1, milli Flúða og Búrfells, og Rimakotslína 1, milli Hvolsvallar og Rimakosts.

Samtals er lengd strengendanna sem skipt er um á Suðurlandi 2,5 km  en lengsti jarðstrengsendinn er 1,5 km að lengd.

Verklok eru áætluð haustið 2016. 

Aftur í allar fréttir