Nýr afhendingarstaður Landsnets á Höfn í Hornafirði


05.11.2013

Framkvæmd

Landsnet vinnur að uppsetningu á nýjum afhendingarstað raforku á Höfn í Hornafirði en verkefnið er liður í rafvæðingu fiskimjölsverksmiðja.

Verkið felst í stækkun tengivirkisins á Hólum og lagningu um 1,5 km langs 132 kV jarðstrengs milli Hóla og tengivirkis RARIK á Höfn. Strengurinn kemur til viðbótar við 132 kV línu sem þarna er og hefur hingað til verið rekin á 11 kV spennu.

Einstaka verkþættir voru boðnir út í sumar og haust. Framkvæmdir við strenglögn og í tengivirki hófust í september og ganga vel. Gerð undirstaða og jarðskauta í tengivirkinu á Hólum er lokið og uppsetning búnaðar að hefjast. Útdráttur jarðstrengs er hafinn og er gert ráð fyrir að lokið verði við lagningu strengsins í þessari viku. Áætlað er að allri tengivinnu verði lokið um miðjan mánuðinn og spennusetja strenginn um áramótin.

Aftur í allar fréttir