Nýr samstarfssamningur Landnets, Landsvirkjunar og RARIK


05.10.2015

Framkvæmd

Síðastliðin föstudag var endurnýjaður samstarfsamningur á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Landsnets, Landsvirkjunar og RARIK til næstu þriggja ára.

Samningnum er ætlaða að tryggja aðgang raforkufyrirtækjanna á aðstoð björgunarsveita við veitufyrirtækin í vá og við önnur tilvik eða atburði þar sem aðstoðar er óskað. Jafnframt tryggir Landsbjörg aðgang orkufyrirtækjanna að Björgunarskóla Landsbjargar við þjálfun starfsmanna fyrirtækjanna. Landsbjörg tryggir einnig að í viðbragðskerfi félagsins séu skilgreindir verkferlar sem nýttir verða þegar orkufyrirtækin þurfa á aðstoð Landsbjargar að halda.

Á mynd sem fylgir frétt má sjá frá vinstri Lúðvík B. Ögmundsson frá Landsneti, Sigurð Guðna Sigurðsson frá Landsvirkjun, Örlyg Jónasson frá RARIK og Smára Sigurðsson, fomann Slysavarnafélagsins Landsbjargar, eftir undirritun samningsins.


Aftur í allar fréttir