Opnir kynningarfundir um tengingu frá Blöndu til Akureyrar


07.11.2019

Framkvæmd

Vegna breyttra áherslna er nýtt umhverfismat vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Blöndulínu 3 að hefjast og mun það leysa eldra umhverfismat af hólmi.

Nákvæm útfærsla á línuleiðinni liggur ekki fyrir.

Í undirbúningsferlinu er lögð áhersla á að eiga samtal við hagsmunaaðila og verður m.a. stofnað verkefnaráð Blöndulínu 3 þar sem í munu sitja fulltrúar frá sveitarfélögum, náttúruverndarsamtökum, atvinnuþróunarfélögum og fleirum. Auk þess verður efnt til funda með landeigendum og íbúum á svæðinu. Með samráði, samtali, rannsóknum og greiningum er markmiðið að fá betri heildarmynd af verkefninu og þeim valkostum sem standa til boða varðandi línuleiðina.
Við hvetjum alla áhugasama að koma og taka þátt í samtalinu.

Opnir kynningarfundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

Miðvikudagur 6. nóvember kl. 16.30-18.00 á KK Restaurant, Sauðárkróki – neðri salur

Fimmtudagur 7. nóvember kl. 19.30-21.00 í Félagsheimilinu Hlíðarbæ, Hörgársveit

Aftur í allar fréttir