Rafmagnslaust varð á Austurlandi kl. 22:15 þegar útleysing varð á Stuðlalínu 1 milli Hryggstekks og Stuðla og Eyvindarárlína 1 milli Hryggstekks og Eyvindarár við Egilsstaði.
Starumlaust er því á svæðinu frá Breiðadalsvík til Vopnafjarðar. Unnið er að uppbyggingu flutningskerfisins á Austurlandi en miðað við umfang er alvarleikastig þessarar truflunar rautt, þ.e. stigs 2 á nýlegum flokkunarskala Landsnets yfir rafmagnstruflanir. Sjá nánar hér (http://www.landsnet.is/raforkukerfid/kerfisstjornun/alvarleikastig-truflana/) um nýlegt flokkunarkerfi Landsnets vegna truflana.Rafmagnsleysi á Austfjörðum
07.12.2015
FLÝTILEIÐIR
FLÝTILEIÐIR