Vegna bilunar í spenni í tengivirki Landsnets í Rimakoti á Landeyjasandi varð straumlaust á hluta Suðurlands rétt fyrir klukkan 20 í gærkvöldi. Rafmagn komst fljótlega á aftur og dísilvélar voru ræstar í Vestmannaeyjum og í Vík. Þar er rafmagn hjá almennum notendum en skerða hefur þurft afhendingu rafmagns til notenda sem eru á skerðanlegum flutningssamningum í Eyjum.
Verið er að ástandsmeta spenninn í Rimakoti og eiga niðurstöður þeirrar athugnar að liggja fyrir seinna í dag. Eins og staðan er nú virðist sem bilunin sé alvarleg og spennirinn þurfi að fara í frekari viðgerð. Því er viðbúið að skerðingar verði áfram í gildi til notenda í Eyjum á skerðanlegum flutningi.Þeim sem hafa spurningar um framkvæmd raforkuskerðinga er bent á að snúa sér til sinnar dreifiveitu, í þessu tilfelli HS Veitna í Vestmannaeyjum.