Raforkuverð vegna flutningstapa


04.01.2021

Framkvæmd

Samkvæmt raforkulögum nr. 65/2003 ber Landsneti að útvega rafmagn í stað þess sem tapast í kerfinu

Nýverið voru opnuð tilboð í raforku sem áætlað er að muni tapast á fyrsta ársfjórðungi, en Landsnet býður fjórum sinnum á ári út alla þá orku sem tapast í flutningskerfinu. Að þessu sinni var samið við þrjá raforkusala, Íslenska orkumiðlun, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar á grundvelli þeirra tilboða sem bárust. Alls voru boðnar út um 90,7 GWst og er heildarvirði samninganna rúmar 428 millj. kr. Meðalverð raforkunnar er því um 4.719 kr./MWst.

Boðnar voru út tvenns konar vörur. Annars vegar er um að ræða grunntöp með fullum nýtingartíma og hins vegar eru það viðbótartöp með 42% nýtingartíma og sveigjanleika sem nemur magn aukningu eða – minnkun um +/- 30%.

Meðalverð raforkunnar lækkar um 11,8% miðað við sama tíma í fyrra en hækkar um 11,9% frá síðasta ársfjórðungi. Raforkuverð vegna flutningstapa á fyrsta ársfjórðungi 2021 verður 4.719 kr/MWst. Gjald vegna flutningstapa fyrir sama tímabil verður 94,15 kr. á MWst og er 14% lægra en fyrir sama tímabil í fyrra en hækkar um 10% milli ársfjórðunga.

Tilboð sem bárust vegna útboðsins eru birt á www.landsnet.is og þar er hægt að skoða nánar dreifingu tilboða og bera saman við tilboð fyrri útboða.

 
Aftur í allar fréttir