Við bjóðum til kynningarfundar um kerfisáætlun 2021-2030 undir yfirskriftinni „Grunnur að grænni framtíð“ fimmtudaginn 1. júlí nk.
Efni fundarins er framtíð flutningskerfi raforku á Íslandi. Kerfið er í stöðugri þróun og við gefum árlega út kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfisins. Á fundinum verður farið yfir helstu breytingar og þróun í nýrri kerfisáætlun til 2030.
Fundurinn verður sendur út rafrænt hér og live á Facebook.
Dagskrá:
Opnunarávarp > Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri
Sameiginlegt verkefni > Elín Sigríður Óladóttir, samráðsfulltrúi
Grunnur að grænni framtíð > Gnýr Guðmundsson, yfirmaður greininga og áætlana í raforkukerfinu
Að sjá handan við hornið > Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs