Samið um reglunaraflstryggingu


15.05.2017

Framkvæmd

Í kjölfar útboðs á reglunaraflstryggingu fyrir tímabilið maí 2017- apríl 2018 hefur verið samið við HS Orku, Landsvirkjun og Orku náttúrunnar.

Landsnet heldur utan um svokallaðan reglunaraflsmarkað þar sem raforkusalar geta boðið afl sem notað er til að regla raforkuframleiðslu inn á flutningsnetið til þess að mæta sveiflum í notkun og framleiðslu. Landsnet tryggir lágmarksafl inn á markaðinn; 40 MW til uppreglunar og 40 MW til niðurreglunar, en lágmarks eining tilboða er 1 MW fyrir heila klukkustund.

Reglunaraflstrygging er hluti þeirrar kerfisþjónustu sem okkur hjá Landsneti er gert að útvega. Aðrir þættir sem eru hluti af kerfisþjónustu eru reiðuafl og aðgengi að varaafli.

Heildarkostnaður samninganna þriggja er tæpar 335 milljónir sem er um 8% hækkun frá síðasta útboðstímabili. Meðalverð hverrar eins megawatta einingar er 478 krónur. 

Aftur í allar fréttir